Ég prófaði flestar týpur af Les Paul í Musik Börsen í Malmö, svíþjóð. Þar var ég undir leiðsöng eins mesta snillings sem ég hef talað við. Eftir að hafa prófað gítarana var alveg ljóst að Studio sem er ekki með see-through lakki er besta týpan miðað við verð, enda keypti ég einn þrátt fyrir að vera tilbúinn að eyða töluvert hærri upphæð. Það þarf að hækka upphæðina töluvert til að finna einhvern mikin mun á gítörunum, því það er ótrúlegt hvað hægt er að eyða í útlitsþættina, handvalin við, see-through lakk, hand útskornar rendur á brúnum gítarsins (munar helling á hand skornum og skornum í vél, weird) o.s.fv.
Fyrir mitt leiti er Studio málið ef þú ert ekki að drukna í peningum sem þú veist ekkert hvað þú átt að gera við, sparaðu frekar hellings pening á gítarnum, seldu magnarann þinn og fáðu þér enn betri magnara, og jafnvel nýja picköppa ef það er eitthvað sem “rocks your world”.