Er að gæla við að selja eitthvað úr Marshall safninu mínu sem er eftirfarandi
Marshall 1962 Bluesbreaker Reissue
Marshall 2203 JMP Master volume haus
Marshall 2553 Silver Jubilee haus
Marshall 2554 Silver Jubilee combo
og er ég þá helst að hugsa um tvo síðastnefndu magnarana. Þessir magnar hafa söfnunargildi þar sem þeir eru úr JCM 25/50 afmælisseríunni, með silfruðu paneli og gráu áklæði og voru framleiddir í aðeins eitt ár, 1987 (reyndar síðan í um tvö ár í venjulegu Marshall litunum)
Þessir magnarar eru af mörgum taldir vera með bestu Marshall mögnurum sem framleiddir hafa verið. Meðal notenda eru Slash (2555, sama rás en með fjórum lömpum í kraftmaganara => 100w) og John Frusciante (2550, sama rás og 2553 og 2554)
Hljómurinn í þessum mögnurum er nákvæmlega eins og hljómurinn á Use Your Illusion plötunum með Guns ‘n’ Roses.
Báðir magnararnir eru 50w og er það miklu meira en nóg nema maður sé að spila með þá ‘ómækaða’ á íþróttaleikvangi.
Tékkaðu á reviews á
http://www.harmony-central.com/Guitar/Data/Marshall/2553-01.htmlhttp://www.harmony-central.com/Guitar/Data/Marshall/2554_Silver_Jubilee-01.htmlSjá myndir og upplýsingar á
http://www.blamepro.com/mar1360.htmog þar einnig minnst á Slash og notkun hans á þessum mögnurum. Litli hausinn og litli comboinn eru 2553 og 2554.
Er úti á landi en magnararnir eru í Reykjavík og verð ég þar um næstu helgi. Sendu mér línu ef þú hefur áhuga.
Kveðja,
Leak