Góðan Daginn.

Nú er svo komið að ég ætla að kaupa mér ESP KH-2 gítar. Þessi gítar kostar 150.000 í Tónastöðinni ( http://www.tonastodin.is ).
Það er náttúrulega svolítið mikill peningur, svo ég og pabbi minn fórum að pæla í hvort ég gæti ekki bara pantað þetta af netinu.
Það eina sem myndi þá koma til greina, ef ég panta af netinu, væri þá Music123.com ( http://www.music123.com ).

Gítarinn ( http://www.music123.com/ESP-KH2-Kirk-Hammett-Signature-i64390.music - er þetta ekki örugglega sá sami? :/ ) kostar $1,799.99 á Music123.com, sem yrði þá vætanlega einhver 70.000 kall kominn hingað í hús með öllum pakkanum, í gegnum Shopusa.is ( http://www.shopusa.is ), sem er náttúrulega svaðalegur mismunur.

En nú kemst ekkert annað að í höfðinu á mér, því ég er skíthræddur um að eitthvað fari úrskeiðis - Gítarinn komi gallaður, skemmdur, eða eitthvað álíka, eða þaðan af verra.
Ég hef aldrei áður pantað neitt af netinu, hvort sem það er dúkka eða ísskápur, og veit þar af leiðandi ekkert hvað ég er að fara útí.
En þessi helmingsmunur sem er á þessu er alveg ótrúlega freistandi.

En mig langar núna að fá svör frá ykkur sem hafið reynslu af þessum málum, hvort þetta borgar sig - hvort Music123.com sé fullkomlega treystandi - hversu lengi sendingin tekur - og að lokum ykkar reynslu af Music123.com.

Með fyrirfram þökk
Quadratic.

(og er þetta ekki örugglega sami gítar og er í glerbúrinu í Tónastöðinni?)