OK. Tengist svignum háls etv. ekki mikið nema botninn EN:
Af hverju segir þú þeta Alone? Hefur þú þurft að fara með gallaðan gítar til þeirra eða ertu bara einn af þessum hóp sem virðist hata Gítarinn?
Finnst fólki það ekki alvarlegt að vera með róg um búð ef ekki eru forsendur fyrir því? T.d. þeir sem fullyrða að öll hljóðfæri í Gítarnum eru drasl. Bæði Tanglewood og Crafter framleiða klassa gítara. Verða ekki verri við það eitt að fara inn í Gítarinn.
Ef þú kaupir Squire Strat veistu strax að hann er ekki jafn góður og Fender Malmsteen Strat. Jafnvel þótt þú vitir ekkert um gítara gefur sú staðreynd að annar er margfallt dýrari en hinn sterka vísbendingu um að svo sé. Það ásamt þeirri staðreynd að þótt þú sért etv. fífl þá eru flestir neytendur það ekki og þeir versla ekki ef verð/gæði jafnan er óhagstæð.
Það kemur mér sjaldnast á óvart ef gítar sem kostar 50.000 hljómi betur en gítar sem kostar 20.000. Það kemur mér skemmtilega á óvart þegar 20.000 gítarinn hljómar eins og sá dýrari. Í orðinu óvart felur einmitt að maður átti ekki von á því.
Ef þú átt takmarkað fé má vel vera að Squire Strat sé skárri kostur en Appolo, en þá erum við að ræða um allt annað mál. Þá er verið að bera saman sambærilega hluti. Það að manni sé hent út eða má ekki prófa gerir vöruna hvorki betri né verri, en einfaldlega dregur úr líkum þess að maður versli þarna. Það er allt annað mál.
Reynum nú að lifta þessari umræðu á þessum vefi af plani trommara á þann stall sem hæfir gítarleikurum…
Varðandi svigna hálsinn. Ef þú ert með það á hreinu að þetta megi ekki rekja til misnotkunar að þinni hálfu (s.s. vegna óeðlilegs álags eða raka) farðu til söluaðilans og athugaðu hvað hann vill gera. Vertu með nótu eða einhverja sönnun fyrir viðskiptunum s.s. Visa eða Debetfærslu. Ef þetta vantar eða þú veist upp á þig sökina vegna misnotkunar þá skalltu bara læra af þessu og sleppa því sem á eftir kemur. Vertu kurteis og ákveðinn. Hugsanlega er söluaðilinn með skráningu á raðnúmeri hjá sér sem getur einnig sagt til um ábyrgðartíma. Söluaðilinn getur:
*Tekið gítarinn og lagað. Það er eðlilegt að það taki allt að 2 vikur.
*Ef gítarinn er nýlegur þá skipt honum fyrri nýjan.
*Ef gítarinn er komin langt á ábyrgðartímann þá etv. boðið þér að taka hann upp í nýjan. Þá er eðlilegt að þú takir einhver afföll af gítarnum þínum. Prúttaðu.
*Sakað þig um að valda tjóninu. Fáðu góðan rökstuðning frá honum. Láttu vita að þú ætlir lengra með þetta og biddu hann um skriflega ástæðu fyrir höfnunninni. Aldrei vera reiður né dónalegur - þá verður hann bara þver og ákveðnari og minni líkur á að þú fáir góða lausn.
Ef þú ferð án ásættanlega niðurstöðu getur þú gert eitt og annað:
-Reynt aftur….. og aftur.
-Farið með annan aðila- ljótt að segja það en t.d. einhvern eldri í jakkafötum s.s. með viðskiptalegt útlit :-) (mundu að þetta snýst allt um að fá góða niðurstöðu en ekki stolt!
Ef ekkert annað þá í Neytendasamtökin og á síður sem þessa. Þá fyrst eru komin RÖK fyrir slæmu tali um einhverja verslun.
Farðu á þeim tíma sem mest er að gera og fólk í búðinni t.d. 16:30 á fim-fös. Gefðu þér tíma og ekki gefast upp. Það er fátt sem eyðileggur sölu eins hratt og að sjá sölumann neita að virða ábyrgðarskilmála. Því vill sölumaðurinn losna við þig strax, t.d. með því að leysa málið á jákvæðan máta.