Þetta er eitt erfiðasta mál hverrar sveitar. Bara nokkur hint
Íslenskt nafn til að byrja með. Þið breytið því bara ef þið farið að meika það í útlöndum.
Svo þarftu að spá í það hvernig tónlist á að spila og stilla nafnið eftir því Sveitaballabransinn kallar á nafn sem þarf að vera katsí. Nokkur sem eru ekki í notkun að mínu viti:
Sóllilja, Sólskin, Sólbað, Sólsetur, Sólarupprás, Sólbruni, Sólgos og Sólbaðsstofa.
Önnur góð sem mér hafa dottið í hug en ekki verið notuð:
Þorraþrælarnir: Á við um árshátíðarbönd
Faxaflói: Það er alltaf vinsælt að skíra eftir örnefnum
Kópavogur: Menn hafa notað nöfn eins og Asia, Africa, Europe og nú er komið að bænum sem allir elska.
Allavegana. Ekki taka mark á þessu en hugsið málið vel. Þetta er svo vandasamt verk að það hálfa væri nóg.
And just for the record. Nafnið “Just another falcon on the freeway” er í panti.