Það var ekkert smá mál að ákveða þetta, enda úr mörgu að velja.
Ég er á frekar lágu budget-i, verandi fátækur námsmaður, en þeir gítarar sem komu til greina voru ’61 Eppinn, Elitist Les Paul Standard (líka Eppi), og að lokum, Gibson SG Standard.
Ég geri mér grein fyrir því að Epparnir eru ekki jafn endursöluhæfir, Gibsoninn mun aldrei lækka í verði, en ef ég fengi mér Gibsoninn ætti ég ekki mikinn pening fram að næsta sumri þótt ég hefði kanski “efni” á honum. (Reyndar er Elitist Les Paulinn ekkert mikið ódýrari en Gibsoninn)
En, hafið þið einhverja reynslu af þessum gíturum? Ég mun ekki pannta fyrr en um mánaðarmótin, þannig að ég er í raun ennþá að íhuga þetta þótt ég sé mestmegnis búinn að ákveða mig, en ég á ennþá í smá sálarstríði þegar kemur að því að velja milli Les Paul og SG Eppanna.
Hvað mynduð þið kæru Hugarar gera í mínum sporum?
Er þetta kanski bara of mikið smekksatriði til þess að deila um?
Les Paul eða SG???
For those about to rock I salute you!