Jæja þá er ég að spá í að kaupa mér magnara og jafnvel að panta frá USA.Ég spila sona mest allt en er mest í rokkinu og þeim dúr og spila þá allt frá Raidohead og muse til Metallica og Motörhead. Spila einnig Bítlana og bara allt sem ekki er eikkað sona Jónsa væl og popp, en núna síðustu mánuði hef ég spilað mest Metall,Þegar ég spila með öðrum er það oftast Guns N roses og allt í þeim dúr eða sona Franz Ferdinand og Darkness pop eikkað fer eftir samstarfsaðilum. Er að spá í hverju menn eru að mæla með er opin fyrir öllu en það sem ég hef mest verið að spá í er:
<a href="http://www.music123.com/VOX-T60-i14273.music“>Vox T60</a> Sem er 60w Vox með 12 tommu keilu og horni. Hef bara heyrt að það sé ótrúlegt sánd úr honum en hann er soldið lítill.
<a href=”http://www.music123.com/Behringer-Ultrabass-BX1200-i32823.music“>Behringer Ultrabass BX1200</a> 120W Behringer með 12 tommu en engu horni, þessi magnari er so nýr að hann hefur ekki komið með sendingu til Íslands en virkar mjög spennandi.
<a href=”http://www.music123.com/Peavey-TNT-R–115-i25269.music“>Peavey TNT 115</a> 150W Peavey magnari með 15tommu og horni. Virkar mjög spennandi og lítur mjög vel út hef skoðað hann í Tónabúðinni.
<a href=”http://www.music123.com/Ashdown-MAG-C210T-300-i132246.music“>Ashdown MAG C210T 300</a>300W Ashdown með 2x10 tommu en ég held að hann sé ekki allveg nógu mjúkur í allt sem ég spila. Held að þetta sé mest sona Þungt sound en hver veit verð að prufa hann betur við tækifæri í tónabúðini.
<a href=”http://www.music123.com/Ampeg-BA210-i90941.music">Ampeg BA210</a>220W Ampeg með 2x10tommum en einnig fáanlegur í 1x15.Þetta er sona magnir sem ég er mjog hrifin af þó ég hafi alldrei prufað hann, en hann kostar líka soldið meira en hinir.
Bara að smella á nafnið og þá kemur linkurinn.
En endilega segið frá reynslu af öðrum mögnurum og allt sem tengist bassamögnurum!!!
Lengi lifi bassin minn!!
Kv Daníel