Það eru nokrara gerðir af lömpum sem eru algengastar í gíarmagnara og þú setur þá gerð af lömpum sem magnarinn er gerður fyrir, (það er reyndar í sumum tilvikum hægt að setja aðrar). Það eru líka nokrir framleiðendur sem eru algengastir og eru þeir flestir austurevrópskir (sumir asískir) og þú getur notað lampa frá hvaða framleiðanda sem er en það er mismunandi sánd og ending eftir framleiðanda.
Þú getur skipt um lampa bara þegar þeir skemmast en flestir skipta oftar því að þeir verða kraft minni og daprari með tímanum. Það fer eftir notkun hversu oft menn skipta. Algengt er að skipta á hverju ári um útgangslampa. en inngangslampar endast töluert lengur.
já lampa magnarar eru oftast dýrari en þú færð töluvert meira.