til að útskýra betur hvað þetta húsnæði snýst um, sem og hvað þið eruð að fá fyrir 25þús á mánuði læt ég þetta upp. enn og aftur mæli ég með því að fólk sem hefur áhuga hringi í okkur og komi að skoða. í því felst engin skuldbinding en með því fáið þið skýrari mynd af því hvernig hlutirnir virka. allir sem eru að æfa hér eru mjög ánægðir. ef þið þekkið einhvern, spyrjið hann. ég heiti gylfi og er með síma 824.3002
Félag um Tónlistarþróunarmiðstöð - Afnotagjöld
Afnotagjöldin eru þau gjöld sem þig greiðið í hverjum mánuði fyrir afnot af æfingaplássi. Okkur langar til gagns og gamans að útskýra hvað felst í þessum afnotagjöldum.
• Afnot af æfingaplássi sem ykkur hefur verið úthlutað,samkvæmt opnunartíma eða eftir samkomulagi. Þó að við bindum fasta viðveru vaktmanna við opnunartíma þá er alltaf hægt að hringja í Danny (824.3001) eða Gylfa (824.3002) og semja um annað. Gróflega reiknað hefur hver hljómsveit í æfingarými 70 klst á mánuði til æfinga (skv. opnunartíma).
• Rafmagn, hiti osfrv.
• Vöktun á húsnæði. Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá erum við með vaktmann á opnunartíma sem sér um að hleypa inn í rými, þrif og almenna öryggisgæslu. Vaktmaður leysir líka úr ýmislegum atriðum sem upp geta komið, aðstoðar ykkur með tækin ykkar ef eitthvað er að osfrv.
• Öryggiskerfi / myndavélakerfi. Við erum með öflugt öryggiskerfi beintengt stjórnstöð Öryggismiðstöðvar Íslands. Þar að auki fá bæði Danny og Gylfi hringingu um leið og kerfið fer í gang og tekur það okkur 3-4 mínútur að komast á staðinn og gæta þess að allt sé með felldu. Við svörum alltaf kalli öryggiskerfisins og tökum það mjög alvarlega.
• Hvíldaraðstaða. Í húsinu er kaffi-og reikingaraðstaða, leikjatölvur og unnið er að því að gera þessa aðstöðu enn betri.
• Tónleikasalur. Við höfum nú tryggt okkur leyfi fyrir tónleikasalinn okkar og er okkur því ekkert að vanbúnaði að fara að halda tónleika. Félagsmenn hafa afnot af honum til tónleikahalds og þessháttar. Félagsmenn ganga alltaf fyrir með afnot af þessari aðstöðu, eins og annari.
• Demóstúdíó. Nú styttist óðum í það að demóstúdíóið okkar komist í gagnið og mun það verða staðsett þar sem herbergi “X” og “eldhúsið” eru núna. Þar munu félagsmönnum gefast kostur á að taka upp demó af lögum sem þeir eru með í vinnslu á afar hagstæðum kjörum.
Allar hugmyndir að bættri aðstöðu eru afar vel þegnar og munum við gera okkar besta til að hrinda þeim í framkvæmd. Munið að þetta er húsið ykkar og þið getið haft margt að segja um hvernig það þróast.