Sko Relic gítarinn er eftirlíking af gítarnum sem Kirk hefur notað mjög mikið síðustu ár. Þar eð, þótt þessi gítar sé nýr lítur hann út fyrir að vera mikið notaður eins og gítarinn hans Kirks, og er með þessum hot límmiða og svona.
Hinn gítarinn lítur út fyrir að vera nýr og er shiny og fallegur.
Að öðru leiti er þetta nákvæmlega sami gítarinn!
Þetta er í rauninni spurning um hvort þú vilt gítar sem lítur út fyrir að hafa verið notaður á mörgum túrum um heiminn með tilheyrandi rispum og þannig, og límmiða, eða hvort þú vil glænýjan glansandi gítar sem sér ekkert á. Með verðið, þá er svona mikill munur vegna þess að Relic gítarinn er framleiddur í minna magni, og það er auðvitað einhver vinna í að láta hann líta út fyrir að vera mikið notaður.
Annars…reyndar þá sé ég ekki almennilega þarna á síðunni hvort þeir eru báðir neck-through-body háls. Þessir Kirk Hammet gítarar eru líka til með bolt-on (allavega signature módelið) en það er ekkert tekið fram um “neck joint” á hvorugum þeirra en ég sé það gert á öðrum gíturum sem eru bolt-on. Þannig að mér sýnist þeir báðir vera neck-thru, enda væri annað frekar skrítið fyrir þetta verð :). Það skiptir að mínu mati öllu máli á þessum gíturum þar sem það er miklu þægilegra að spila sóló á neck-thru gítarana heldur en hina.
Ef þú ferð í tónastöðina (Skipholti) þá er signature gítarinn til þar (með bolt-on construction) og hann er á 140 þúsund. Þeir voru með neck through típuna líka á 180 þúsund, en hann er seldur. Þú getur samt beðið þá um að panta hann fyrir þig ef þú vilt. Mæli með því að þú prófir KH gítarinn þar samt ef þú hefur ekki prófað þá áður. Hann er samt bolt-on þannig að það verður mun þægilegra að spila hátt uppi á þennan sem þú ert að fara að kaupa þarna á netinu. Við hliðin á honum í tónastöðinni er svo annar esp gítar sem er neck-thru ef þú vilt finna muninn.
Annars með verðið þarna… með vsk og sendingarkostnaði þá ertu kominn í töluvert hærri upphæð en 129 þúsund fyrir KH signature gítarinn, og slefar sennilega upp í 300 þúsund fyrir Relic gítarinn. Ég veit ekki hvað sendingarkostnaðurinn hjá þeim er mikill en kannaðu það því að gæti verið að það komi alveg eins vel út fyrir þig að taka hann í gegnum tónastöðina á 180, og láta þá sjá um pöntunarvesenið, ef þú ákveður að taka signature gítarinn. Svo er spurningin hvort þú vilt borga helmingi meira fyrir gítar sem er eins að öllu leiti nema að hann er með límmiða og lítur út fyrir að vera notaður.