Það er til nokkura daga gamall korkur um kaup af music123, tékkaðu á honum.
Music123.com er alveg pottþéttur vefur og þú þarft ekki að óttast neitt þegar þú verslar við hann. Þú getur notað shopusa.is til að flytja vöruna fyrir þig til Íslands frá USA. Ef þú flytur með þeim þá skráirðu kaupin þar eftir að þú hefur pantað vöruna á vefnum og fengið staðfestingu frá music123 að allt sé ok og sækir pakkann svo til TVG Zimsen á Héðinsgötunni, þeir sjá um allt vesenið í kringum þetta; tollafgreiðslu og slíkt. Á shopusa.is er reiknivél þar sem þú getur reiknað út hvað varan kemur til með að kosta hingað komin. Þarft bara að vita verðið á henni, flutninginn innan USA til Norfolk þar sem shopusa hefur aðsetur og svo þarftu að vita í hvaða flokki varan er, það hefur áhrif á vörugjald, tolla og virðisaukaskatt. Þetta er allt vel útskýrt á shopusa.is. Þetta er mjög þægileg leið en shopusa innheimtir nokkra þóknun fyrir flutninginn. Mér er sagt að það sé ódýrara að fá vöruna senda beint frá music123 en ég hef aldrei prófað það. Sumar vörur geta þeir ekki sent beint nema innan USA, það á við um Fender og Gibson minnir mig og örugglega eitthvað fleira. Greiðslumátinn er að sjálfsögðu kreditkort, þeir taka hvort tveggja visa og euro.
Free shipping sem gefin er upp á vefjum eins og music123 á við um flutning innan USA. Maður borgar yfirleitt minna fyrir flutninginn eftir því sem pöntunin er stærri, þá er átt við heildarpöntunina. Á stærri hlutum er free shipping nánast alltaf boðin. Free shipping on orders over 199 dollara þýðir að nái heildarpöntunin 199 dollurum færðu frían flutning innan USA. Á music123.com eru nánari upplýsingar að finna um flutningskostnað innan USA.
Vona að þetta hjálpi eitthvað.
Kveðja
Vambi
Bassar: Fender Precision Lyte MIJ, Fender Jazz Bass '75 RI CIJ