Ef þú ert að taka upp eina rás af gítar, og ekkert overdub (taka *yfir* fyrri upptöku), þá er svona basic hljóðkort alveg nóg..
Ef þú ert hins vegar að taka upp 2 gítara, eða ætlar að hafa 2 gítara í upptökunni þá verðurðu að gera eitthvað meira.
annaðhvort að nota mixer, og þá er upptakan á einni rás í tölvunni, eða 2 mono (2 gítarar í Mixer -> outputtið í mixernum -> tölvuna, stereo input).. til að fá 2 mono rásir inn í tölvuna þá notarðu “Pan” hnúðinn á mixernum til að setja gítar 1 alveg til vinstri og gítar 2 alveg til hægri, síðan geturðu aðskilið vinstri/hægri rásirnar í tölvunni…
Síðan er hægt að gera þetta með hljóðkorti með 2 inputs, þá er hægt að taka upp 2 gítara í einu og hafa þá á sitthvorri rásinni í tölvunni og vinna með hljóðið þar.. þetta krefst hins vegar multitrack forrits á borð við Cubase (sem er rándýrt) eða Kristal Audio (sem er ókeypis á netinu.. google-it ;).
Síðan ef að ÞÚ, einn maður, ætlar að overdubba upptökuna, þeas. spila yfir fyrri upptöku (t.d. Rythm gítar og svo sóló yfir) þá þarftu hljóðkort með Low Latency, einnig þekkt sem ASIO driver. ef að þeir eru ekki til staðar þá er alltaf seinkun í hljóðinu sem kemur úr tölvunni og það verður MJÖG erfitt að spila í takt við fyrri upptökuna… (þú spilar á gítarinn, þetta fer inn í tölvuna og er tekið upp, en tölvan getur þurft allt að 100ms til þess, og þess vegna heyrðirðu ekki það sem þú ert að spila á gítarinn fyrr en 1/10 úr sek. seinna.. þetta er ROSALEGA óþægilegt og varla hægt að spila í takt :)
Ein leið til að komast hjá þessu vandamáli er að taka line out úr aðalmagnaranum og setja svona Y split millistykki þar. eitt inputtið fer í tölvuna og hitt fer í heyrnatól eða annan magnara ef hann er við höndina.
Ef að magnarinn þinn getur sent hlóð út um line out og SAMT framleitt hlóð úr hátalaranum þá þarftu ekkert að nota svona split, bara tengja beint í og þá er þetta miklu minna mál..
Við þetta verður samt sem áður seinkun á hljóðinu sem þú tekur upp í tölvunni og hana þarf að leiðrétta (eyða þögn í byrjuninni.. en það er hvort eð er eitthvað sem þú þyrftir að gera :)
ég veit að þetta er alveg rosalega *basic* útskýring og frekar flókin en hún verður að nægja… ef þú vilt meiri hjálp máttu alveg senda mér póst á valdiorn@hotmail.com
PS: á þessari síðu er alveg ofboðslega góður guide um þetta, ég ráðlegg þér að lesa eins mikið og þú nennir:
http://www.tweakheadz.com/guide.htm<br><br>——————————–
Félagsfræðingar eru fífl !!! :Þ