Ég er að spá í að fá mér Bassa “Magnara” og það eru nokkrir sem koma til greina. Þeir eru eftirfarandi:
Ampeg Portabass 250 og 2x12 portabass cabinet.
Þetta er 250w græja og á víst að sounda þokkalega vel
miðað við hvað h+un er lítil. Ég las reyndar að þetta
Væri meira svona Jazz eitthvað. Meiri tónn en bassi.
Ampeg BA-210SP 2x10
Þetta er 220w græja og á víst líka að sounda hrikalega
vel. Meira veit ég ekki.
EBS AC-300 og Bass PODxt
EBS AC-300 er Active cabinet frá EBS. Þetta er 1x15 með
Tweeter og innbyggðum kraftmagnara.Það sem ég er
að spá með þetta er að fá mér Bass PODxt og tengja
við boxið. En þetta box er 300w og á líka að vera
svakalega vel hljómandi box.
Eða þá bara að fá sér podinn og tengja hann DI í PA.
Hvað segið þið?. Hvað á ég að fá mér? Ég er alls ekki bundinn við þessar 3 týpur. Endilega komið með komment um það hvað
ykkur finnst um þessa “Magnara” og ef ykkur dettur eitthvað annað í hug látið mig endilega vita.
Og já ef það skiptir einhverju máli þá kann
ég ekkert á bassa en hef bara áhuga á bassamögnurum! Nei þetta
var nú bara smá spaug. Ég spila rokk en ekki þungarokk
heldur meira í stíl við eitthvað soft rokk .. nú er ég farinn
að tala í hringi sem virðist vera vandamál mitt. En ég ætla nú
ekki að fara að segja ykkur frá vandamálunum mínum því þau eiga kannski
ekki heima hér á þessu áhugamáli. Og þó …
There are many wierd things in the cow's head!