Í mörgum tilfellum þarf maður að láta senda í gegnum ShopUSA þegar maður pantar af eBay, því ekki allir seljendur sjá sér fært að senda til litla Íslands. Ég þurfti að gera það þegar ég keypti Explorerinn minn.
700 dollarar urðu í heildina að 80 þúsund krónum. Borgaði 29.000 hér heima, þar af 12.500 í virðisauka af gítarnum sjálfum, þá eru eftir 16.500 sem eru sendingarkostnaður og ýmis smágjöld sem fylgja innflutningi, og svo vaskur af því öllu saman.
Samt “sparaði” ég 90 þúsund miðað við að kaupa gítarinn nýjan út úr búð á Íslandi, og fékk Gibson gítar 10 þúsund krónum ódýrar heldur en sambærilegur Epiphone kostar hér á landi. ShopUSA er jú aðeins dýrari kostur þar sem sendingin býðst milliliðalaust, en í mörgum tilfellum er hægt að spara gríðarlegar fjárhæðir með því að kaupa hlutinn ódýrar hjá aðila sem ekki sendir til Íslands, og láta senda í gegnum ShopUSA.
Music123 senda hinsvegar flesta gítara og hljóðfæri í þeim stærðarflokki og minni með UPS til Íslands, og þá er sá kostur ódýrari en að senda í gegnum ShopUSA.
Og btw. þá virðist sem mörgum seljendum á eBay sé illa við að gefa upp vitlausar nótur, og gefa jafnvel negative feedback ef menn biðja um slíkt, og ég hef ALLTAF verið rukkaður um nótu af tollinum þegar sendingarnar koma til landsins.<br><br><a href="
http://www.tbk-online.tk">Tríó Bjölla klikk</a>, því ananas er gæðamatu