Ég var næstum því búinn að kaupa mér svona gítar en ákvað á endanum að fá mér Gibson SG standard. Munurinn á þeim er (af því sem ég veit) er aðallega að voða lítið lakk á special faded, special faded er ekki með öðruvísi “inlays” á hálsinum (var áður fyrr með hálfmána inlays en er núna bara með punktum), auk þess er special faded ekki með svona hlíf, eða hvað sem það kallast yfir pikköppunum. Special faded kemur í mjúkri tösku (gig bag) meðan aðrir SGar koma í Mjög flottri og vandaðri harðri tösku (hard case). Special faded er líka með gripbretti (fingerboard) úr við sem kallast “ebony” á ensku meðan aðrir SGar eru oftast með rósarviðs (rose wood) gripbretti.
Á gibson síðunni stendur um lakkið:
“The new Worn Cherry and Worn Brown finishes give this classic model the look of well-worn, well-loved instrument.”
Ég hef lesið helling af svona reviews um special faded og menn eru almennt ánægðir með hann. Hann er töluvert ódýrari en hinir. Á music123 kostar sg special faded 650$ sg special 850$ (950$ fyrir meira fancy lakk) og sg standard kostar 1070$ með bara svörtulakki en 1150$ með flottari lakki (eins og minn.
Annars er ég svolítið efins um hvort ég hafi efni á að eiga þennan gítar þannig að ég er svolítið að íhuga að selja minn hann er með natural burst lakki. þú getur sent mér hugaskilaboð ef þú hefur áhuga.