Sko…þannig liggja málin að ég er að spá í sonor 3003 tommusett. Eina vandamálið er hvernig ég gæti hugsanlega fengið það ódýrast því það er ekki selt hér á landi eins og er. Einn möguleikinn er að láta tónastöðina panta það fyrir mig og þá myndi það kosta mig 140 þús og ég þyrfti að bíða í 6 vikur.
En hinn möguleikinn er að ég panti þetta sjálfur frá fyrirtæki í sem er staðsett einhversstaðar í U.S. En þá myndi ég þurfa að bíða í c.a 2 vikur og borga 115 þús fyrir það. EN eini gallinn við að notfæra mér seinni möguleikan er að t.d að það er alltaf möguleiki á því að settið skemmist eitthvað á leiðinni eða að það skili sér ekki eða eitthvað, þið kannist við þetta. Þannig að það er soldil áhætta að nýta sér seinni möguleikann…….Hvað mynduð þið gera í mínum sporum??
-Fredrik-