ég var að pæla hvort það væri ekki hægt setja upp áhugamálið betur.
Menn hafa miðlað alveg rosalega miklum fróðleik á þessu áhugamáli en manni finnst maður alltaf vera að sjá aftur og aftur sömu spurningarnar. (til dæmis um toll of virðisauka af hljóðfærum).
Ég held að það væri þægilegra fyrir notendur ef maður gæti séð yfirlit yfir meira en 10 korkaþræði í einu og meira en 15 greinar í einu því að það er svo mikið af sniðugu og fróðlegu stuffi sem hefur verið skrifað á þetta áhugamál.
Ég held að það mætti líka alveg vera sér korkur fyrir spurt og svarað, sem gæti í leiðinni verið FAQ.
Hvað finnst ykkur hinum um þetta og hvað finnst stjórnendum áhugamálsins um þetta?