Hérna er dúr skalinn, grundvöllur allrar tónfræði, með grunntón á 5. eða 6. streng:
Rót á 5. streng:
–|–4–|—–|–5–|—–|–6–|–
–|–1–|—–|–2–|—–|–3–|–
–|—–|–6–|—–|–7–|–1–|–
–|—–|–3–|–4–|—–|–5–|–
–|—–|–7–|–1–|—–|–2–|–
–|–4–|—–|–5–|—–|–6–|–
Rót á 6. streng:
–|—–|–7–|–1–|—–|–2–|–
–|–4–|—–|–5–|—–|–6–|–
–|—–|–2–|—–|–3–|–4–|–
–|—–|–6–|—–|–7–|–1–|–
–|—–|–3–|–4–|—–|–5–|–
–|—–|–7–|–1–|—–|–2–|–
Til að fá úr þessu 5 tóna dúrskala (pentatonic major) sleppirðu ferundinni (4) og dúr-sjöundinni (7). Hann er þá 1-2-3-5-6-1.
Til að fá mollskala notarðu sömu nótur, en að sjálfsögðu þjóna þær öðru hlutverki í mollskalanum (6undin er grunntónn, 3undin 5und osfrv). Náttúrulegur dúr er þá 6-7-1-2-3-4-5-6, eða ef við miðum við sömu tóntegund og dúrinn, 1-2-b3-4-5-b6-b7-1. (b þýðir lækkuð nóta (flat), # hækkuð (sharp).
Hljómhæfur moll (harmonic minor) er 6-7-1-2-3-4-#5-6 eða 1-2-b3-4-5-b6-7-1.
Laghæfur moll (melodic minor) er 6-7-1-2-3-#4-#5-6-5-4-3-2-1-7-6 (ekki eins upp og niður) eða 1-2-b3-4-5-6-7-1-b7-b6-5-4-b3-2-1.
5 tóna moll (pentatonic minor) er 6-1-2-3-5-6 (sömu nótur og 5 tóna dúr) eða 1-b3-4-5-b7-1.
Að lokum má nefna blússkalann, sem er 5 tóna moll að viðbættri lækkaðri fimmund: 6-1-2-b3-3-5-6 eða 1-b3-4-b5-5-b7-1.
Skalarnir sem að ofan eru taldir eru þeir einu sem þarf fyrir 99.9% af tónlist, popp, klassík eða djass.
http://www.guitarnoise.com/ er frábær gítarkennslusíða og þar má m.a. finna ýmsa skala á
http://www.guitarnoise.com/scales_chart.php.Á
http://www.geocities.com/scaleopia/ eru svo hundruð misáhugaverðra skala.