Ég átti einu sinni svona gítar og hann var næstdýrasti Appoloinn í búðinni á þeim tíma, rauðlitaður en þó þannig að æðarnar í viðnum sáust í gegnum lakkið, m/gylltu hardwarei, Floyd-Rose og læstur. Þessi gítar leit mjög vel út og var mjög fínt að spila á hann og er það ekki það sem skiptir mestu máli þegar þú/þið/ég/við erum að spá og spökulera í gítarkaupum? ? ? ? ?
Er reyndar búinn að selja hann núna (sem skiptir ekki öllu)
Ég leitaði mikið á netinu að þessu og fann ekki neitt nema einhverja síðu sem var (örugglega) á Rússnensku eða eitthvað álíka (ekki mikil hjálp í því hahahaha)
Það er allavegana þannig hjá mér, með gítara, að gítartegundin skiptir ENGU á meðan gott er að spila á hann.