Eins og einhver sagði þá þýðir heimstónlist það sama og World
Music. Tónlist sem flokkast ekki undir rokk, popp, hipp hopp,
jazz, klassík eða raftónlist. Þá gætum við verið að tala um
tónlist frá S-Ameríku, arabalöndunum, Indlandi og allri Asíu,
og Eyjaálfu.
Ég er ekki viss um að svona áhugamál yrði rosalega virkt, en
sjálfur væri ég alveg til í fá heimstónlistina inn á Huga. Það er
ekki rassgat að gerast á mörgum áhugamálum hérna hvort sem
er.
En annars er ég ekkert geðveikt æstur yfir heimstónlistinni.
Áhugamálið Tónlist gæti vel verið nóg. Mér fannst bara gaman
að fá að vita hvað fólki hér finnst.