Ef þú ert að fara í inntöku próf í FÍH (sem eru einhverntíman núna er að ekki?) virkar líklegast best að spila eitthvað jazzlag.
EKKI spila eitthvað lag sem ALLIR kunna eins og t.d. stairway eða nothing else matters. Það eru svo rosalega margir sem kunna þau og þau eru ekkert það erfitt.
Black bird gæti virkað en það er ekkert sérlega erfitt þótt það hljómi kannski þannig.
Ef þú kannt ekkert jazzlag væri sniðugt að taka t.d. Hendrix (t.d. little wing) eða Clapton eða einhvern svoleis gaur
Ef þú ert að fara í inntöku-/áheyrnar próf í einhverja hljómsveit skaltu spila eitthvað sem þér finnst skemmtilegt (því að ef þeim finnst það sama skemmtilegt og þér finnst þá eruði að tala saman)
Ég spurði einu sinni kennarann minn (einmitt í FÍH) hvað maður ætti að spila á inntöku prófi (ég var að pæla í að sækja um tónlistarskóla í útlöndum). Hann svaraði því, að maður ætti að spila eitthvað sem maður er góður í að spila. Þannig að ef stairway er það besta sem þú spilar þá kemur það þér líklega frekar inn heldur en ef þú spilar eitthvað annað illa.