Magnarar og spenna
Hefur einhver lent í því að kaupa magnara frá USA og þurft að láta breyta spennunni í honum. Ég var að kaupa Marshall TSL 122 og gleymdi alveg að hugsa út í þetta. Mér sýnist margir hafa verið að kaupa magnara hérna frá USA, en engin hefur minnst á hvort hann hafi lent í vandræðum með spennuna. Ætli það sé nokkurt mál að fá spennubreyti eða breyta spennunni í magnaranum??