ég er að spá í að fá mér midi hljómborð til að glamra á í tölvunni , hef nánast aldrei snert hljómborð fyrr en finnst gaman að leika mér í softsynthum og slíku til að búa til ýmis hljóð/óhljóð.
ég hef aðeins skoðað innlendanr heimasíður hljóðfæraverslana og það sem ég rak augun í var m-audio radium midi controller hljómborðin sem virtist vera það sem ég er að leita að, midi, ágætis verð (rúm 20þ), nokkrar áttundir með knobs og sliders.
þá er ég að velta fyrir mér, hefur einhver reynslu af þessum m-audio radium borðum eða getur mælt með borði með svipuðum eiginleikum og verði.