Ég var að fá mér SG gítar sem er mjög æðislegur en það pirrar mig rosalega að ef maður sleppur báðum höndum af gítarnum þá sígur hálsinn niður. Ég á fyrir stratocaster sem helst kyrr þótt maður sleppi af honum höndunum því að ólin er fest ofarlega á búknum á honum en ekki í rétt hjá samskeitum hálsins og búksins eins og á SGinum.
Mér datt þessvegna í hug að færa tippið sem maður festir ólina við á svipaðan stað og það er á stratocasternum, en þar sem Það er miklu hvassara hornið á SGinum þá var ég að pæla í að setja tippið bara aftan á, en samt á sambærilegan stað á á stratocasternum.
Ég var þessvegna að pæla hvort einhver hefði gert þetta við gítarinn sinn eða heyrt um einhvern sem hefur gert það. Ég er nefninlega svolítið smeikur við að bora gat í gítarinn minn.
Ég var líka að pæla, SGinn minn er úr mahogny en þeir eru stundum úr hlyn (maple) sem er þyngri viður. Veit einhver hvort þetta vandamál komi líka upp á gítörum eða bössum með þyngri búk þótt ólarfestingartippið er rétt hjá samskeitum búksins og hálsins?