Þú skemmir ekki gítarinn á því að stilla hann, sama hversu oft þú gerir það, en þú getur skemmt ákveðna hluta gítarins með því að nota rangar aðferðir við að stilla gítarinn.
Í fyrsta lagi þarftu að gera þér grein að gítarinn er upphaflega stilltur fyrir ákveðna gerð strengja, svo sem .009 eða .010, í ákveðnu “tune”-i, sem er líklegast “standard tuning, eadgbe”.
Ef þrýstingur breytist þá bregst viðurinn í gítarnum við því, til dæmis með minni þrýstingi þá getur hálsinn bognað og þarf þá að slaka á “tross rod”-inu, sem er stálvír innan í hálsinu, og hefur það hlutverk að vinna á móti þrýstingnum frá strengjunum, og náttúrulega öfugt ef þú eykur þrýstinginn.
Svo gætir þú verið með fljótandi brú eins og Floyd Rose, og þá þarf að stilla hana til einnig.
Svo framarlega sem þú passar að jafnvægi sé á milli þrýstings frá strengjum og öðrum hluta gítarsins þá skemmist hann ekki, enda enginn munur fyrir hann. Ef þú gerir það ekki gætir þú horft fram á að þurfa að skipta um háls á gítarnum.
Einnig skaltu passa það að breyta mikið um þykkt strengja getur haft áhrif á “nut”, “hnetuna?” og gítarinn haldi ekki tune-i, þetta á sérstaklega við ef þú ert með plast“hnetu?”.
Ég mæli eindregið með því að hafa annan gítar við höndina til að leika sér með tune, en það er samt ekkert að því hafa bara einn gítar svo framarlega sem þú passar vel upp á hljóðfærið.
Svo eru til nokkur trikk, t.d. ef þú ert með Tune O matic brú, þá er vinsælt að setja upp gítarinn fyrir droppað tune, en þræða strengina öfugt í brúnna og hálfan hring utan um hana, en það léttir á þrýstingnum þegar það er tune-að upp.
Það er aldrei ráðlegt að skipta um alla strengi í einu, heldur skipta um einn í einu og tuna-a hann upp í ákveðinn þrýsting áður en farið er í næsta streng. Ef þú þarft nauðsynlega að taka alla strengina af í einhvern tíma, þá er ágætt að herða á “tross rod”-inu um c.a. 1/4 úr hring á meðan.