getur einhver gefið mér ágætis útskýringu á því hvernig þessi Direct box virka? hvar fær maður svona box og hvað kosta þau svona ca?<br><br>kv. Gíslinn
Direct Box (D.I. box) virka svona eins og framleinging á hljómi hljóðfæris. Hann er oftast notaður líka til að breyta 1/4" jack (gítarsnúru) í XLR (mic snúru) til að tengja í Mixer. Hann er mjög oft notaður fyrir kassagítar og einnig oft fyrir hljómborð sem fara ekki í magnara heldur beint inn í mixer/p.a./hljóðkerfi.
Ég er ekki viss hvar þú færð svona en mig minnir að Tónastöðin sé með svona (í glerkassa hliðin á hljómborðunum fyrir neðan gluggapallinn) og ég mundi halda að þau kosti svipað og effectar. Síðan fer náttúrulega eftir hvernig tegund þetta er og hvort að þetta sé lampa eður ei.<br><br>______________ …less is more
jú fyrir kassagítarinn. En ef þú ætlar að tengja rafgítarinn beint í mixer þá mundi ég halda að þú mundir þurfa allavega einhvernskonar formagnara til að fá fallegt sánd. Annars ef þú villt fá svona Ravonetts punk sánd þá er það í lagi að tengja rafgítarbeint í mixer. Mæli sammt með að fá DI box fyrir kassan og formagara og DI fyrir raf<br><br>______________ …less is more
umm Direct box er líka notað til að splitta outputunum í tvö. T.d eitt í magnarann og annað beint í upptökukerfið til að geta átt sömu rás hreina og úr magnaranum. Ekki halda að þú þurfir DI box til að tengja beint í magnara eða mixer! það er bara kjaftæði.<br><br>Sá sem laugast hefir þarf ekki að þvost heldur er hann allur hreinn. -Jebús
Tjah… DI er ekki bara notað til þess að splitta signalinu, það er líka notað til þess að jafna level og impedans útí mixerinn til þess að líkjast mest styrk úr hljóðnema. Síðan er alltaf gott að notast við ballansaða xlr tækni sama þótt þú sért að þruma í gegnum 100 metra snák eða beint í mixerinn hjá þér.
(Svakalega erfitt að koma svona frá sér á riti)<br><br>-
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..