OK…. þar sem þú varst að setja inn á magnarann þinn tvöfalt hærri spennu en hann er gerður fyrir (240 volt vesus 120 volt), get ég reiknað mátulega með því að þú sért búinn að steikja spennugjafann í það minnsta.
Svo er það spurningin um hvernig magnarinn er uppbyggður hvort og hvað annað er farið líka. í versta falli eru transistorarnir farnir (eða magnarahlutinn/lamapar), en ég myndi nú samt fyrst ath hvort það sér innbyggt öryggi í spennigjafanum og athuga hvort og þá hvað sé brunnið.
Það eru jafnvel líkur á að þessi of háa spenna hafi ekki náð lengra en inn á spennugjafann, vegna þess að það er straumur fór á magnarann hjá þér hefur yfirálgið sem myndaðist rofið öryggi og “líklega” ekki náð inn í magnarahlutann, en það er mjög erfitt að segja til um án þess að hafa hann undir höndum..
Athugaðu hvort þú sjáir utanályggjandi öryggi og hvort það sé brunnið.Það er sennilega það fyrsta sem færi og hafi jafnvel verndað restina af spennugjafanum. sé það farið skaltu kíkja inn í magnarann og athuga með brunna íhluti og prentborð. Ef nýtt öryggi er komið í og ekkert sjáanlegt á magnarunum (eða brunalykt) þá myndi ég allaveganna tengja magnarann á ný í 240 volt Í GEGNUM STRAUMBREYTI 240V Í 120 volt.Ef ekkert gerist eða öryggið fer aftur þá þarfnast spennugjafinn viðgerðar. Vertu tilbúinn að kippa honum úr sambandi, svona til öryggis :)
Ég mæli með því að þú talir við einhvern sem þekkir inn í heim rafeindatækninnar, sá hinn sami getur eflaust sagt þér hvort þetta sé vonlaust “case”.
Ég hef oft séð hlutina reddast, þó að þeir hafi verið misnotaðir
kveðja Jandri