Já það er fullmikið verð. Ég keypti minn á 15000 og sé ekki eftir því. Þú gætir kannski reynt að snappa einum af ebay en ég nennti ekki að standa í því. Ég mæli virkilega með því að þú skoðir það eða ef þú ert ekki viss þá að sjálfsögðu skoða fleiri rack effecta. Í quadraverbinum eru allt mögulegt, ótrúlega reverb, geðveikt delay, pitch effekar (chorus, flange, og pitch og svona), leslie simulator, equalizer og margt fleira. Þú getur tengt footswitch við hann til að bypassa en ef þú ætlar að skipta um preset þá verðurðu að fá þér midi controller eða gera það með höndunum. En ég mæli tvímælalaust með því, þú gætir fyllt pedalborðið hjá þér af 30 delay effektum og 50 reverb og samt ekki komist nálægt fjölbreytninni sem svona græja býður þér upp á.