Góðan daginn góðir lesendur…
Ég er með einn gamlan “Höfner” rafgítar heima hjá mér. Hann er 40 ára gamall og er ekki alveg í nógu góðu standi. Frændi minn gaf mér hann með því skilyrði að ég myndi gera hann upp og ef ég vildi losa mig við hann þá yrði ég að láta hann fá hann tilbaka.
Það sem er að gítarnum er að upprunalega brúin skemmdist og þessi frændi minn smíðaði einhverja drasl brú í hana í staðinn. Það eru fullt af stillingum á honum og fáar virka og svo eru pickuparnir eikkað ekki alveg að fúnkera.
Hérna er smá lýsing á honum: body-ið er svart og rautt nálægt miðjunni og svo er platan krómuð. Hann er með þrjá tvöfölda pickupa og í rauninni er hann mjög svipaður og Fender Jaguar gítararnir, sjálft body-ið.
Ég var annars að hugsa um hvort að þið gætuð sagt mér frá einhverjum sniðugum manni sem að gerir upp svona hljóðfæri…
Vonandi hafði einhver gaman af þessu en ég er alveg nýr í þessum greinaskrifum hér á huga:)