Þú pantar af music123.com og klárar það dæmi allt. Þú skráir þig sem greiðanda en síðan læturu senda á heimilisfang shopusa.is í bandaríkjunum (sjá shopusa.is). Síðan ferðu inn á shopusa.is og skráir vöruna. Hvað hún kostaði hvað hún ER og hver þú ert. Þeir eru síðan með eigin gáma sem þeir nota til að flytja vöruna (flestir bassar og gítarar fara reyndar með flugvél) og þeir rukka ekkert fyrir þyngd eða svoleiðs. Þú getur altaf séð hvar varan er stödd og ef það eru einhverjar spurningar færðu alltaf fljót og góð svör frá þeim hjá shopusa.is.
Þetta er líka sniðugt fyrir þá sem eru að versla á e-bay og seljandi: “will ship usa only” Því þá sendiru á shopusa.is í bandaríkjunum og þeir senda til þín. Þetta er í flestum tilfellum ódýrara og á heimasíðunni þeirra geturu séð nákvæmlega hvað þú kemur til með að borga í heildina fyrir hljóðfærið.
Svo getur þú valið um að sækja sendinguna þína hjá TVGsimsen (rétt skrifað?) eða láta senda hana heim að dyrum.
Svarar þetta einhverjum spurningum? <br><br>Sá sem laugast hefir þarf ekki að þvost heldur er hann allur hreinn.
-Jebús