Bruce skrifaði : “ekkert sérstaklega góðar upplýsingar sem þú gefur!”
Eins og ég skrifaði í auglýsinguna þá get ég gefið nánari upplýsingar í síma 697-6699, en ég hef spilað á gítar í tólf ár, spila í hljómsveit og hef unnið verslunarstörf að mestu leiti.
Námskeiðin sem ég held eru ætluð byrjendum og eru tvenns konar.
Annars vegar 8 vikna námskeið þar sem kennd verða helstu grip og stuðst við bók sem inniheldur fjölbreytt lög þar sem flestir ættu að finna eitthvað sem þeim líkar.
Á þessu námskeiði er fólki kennd undirstöðuatriði í gítarleik og fólki kennt að redda sér sjálft í frekara sjálfsnámi. Að sjálfsögðu getur fólk fengið fleiri tíma ef áhugi liggur fyrir frekara námi.
Hinsvegar er ég með einstaklingsmiðuð námskeið þar sem hver einstaklingur er metinn á fjögurra vikna fresti og æfingar miðaðar við getu nemanda, því engir tveir einstaklingar læra á sama hraða.
Undirstaða þessara tveggja námskeiða er nokkurnvegin sú sama, nema það að á 8 vikna námskeiðinu er mun hraðara farið yfir efnið og meiri heimavinna nauðsynleg. Ekkert mál er að flétta þessum námskeiðum saman.
Ef þið hafið áhuga á að læra á gítar á ykkar eigin hraða, í einkatímum eða tveir saman, endilega hringið í mig!
Kær kveðja,
Guðmundur S.
697-6699<br><br><b>ÞETTA!</b> er undirskrift!