Addaðu vörurnar sem þú ert að pæla í í shopping cartið og smelltu síðan á calculate shipping og þá kemur nákvæmur sendingarkostnaður í dollurum. Margfaldaðu þá verðið á vörunni plús sendingarkostnaðinn við gengið á dollaranum. Margfaldaðu það verð síðan við Vaskinn sem er 24,5% (1,245). Ef þú varst ekki að fatta þetta hjá mér þá gerði ég þetta fyrir þig:
Bassi $299,99
2 töskur $98,99 (giska samt á að þetta sé $89,99 hjá þér þar sem engar töskur eru á $98,99 sem gerir samtals 179,98)
Gítar $199,99
Samtals er þetta $679,96
Sendingarkostnaðurinn á þessu er $239,74
Samtals með sendingarkostnaði $679,96 + $239,74 = $919,7
Dollarinn er um 70 krónur þannig $919,7 x 70 = 64.379kr.
Síðan bætist 24,5% virðisaukaskattur á þetta þannig þetta verður
64.379kr. x 1,245 = 80.151 kr.
Semsagt 80.151 kr. komið heim að dyrum hjá þér.
Það væri ódýrara að senda þessa ákveðnu sendingu í gegnum ShopUSa.is en þá er ókeypis sendingar kostnaður frá music123.com til ShopUsa og samkvæmt reiknivélinni þeirra myndi þetta kosta þig 75.863kr. heimkomið frá þeim.