Ég keypti klassískan 3/4 gítar af gerðinni Santos Martinez fyrir unga dóttur mína í London nýlega. Þetta á að vera þokkalega vandaður barnagítar, gegnheill viður í toppi og kostaði um 70 pund sem er tvöfalt dýrara en ódýrustu gítarar í þessari stærð. Hann er mjög réttur innbyrðis sem er víst oft vandamál með smærri gítara og hljómurinn er fagur. Málið er að mér finnst hann halda stillingu illa. Hann var fyrst stilltur á aðfangadagskvöld og á nokkra daga fresti er ég að strekkja hann upp um hálftón. Strengirnir eru rétt settir í og allt það. Er þetta eðlilegt fyrir nælonstrengi að þeir þurfi svona langan tíma til að strekkjast til? Eða getur verið að þessi fíni gítar sé með vonlausum stillimaskínum? Mér skilst að öllum gíturum af þessari gerð fylgi vandaðir D'Aquisto strengir. (Þekki ekki merkið). Vona að einhver fróður leggi orð í belg.