Ég smíðaði magnara eftir teikningu af Fender Champ 5F1 (sjá <a href="
http://www1.korksoft.com/~schem/">
http://www1.korksoft.com/~schem/</a>). Það gekk vel að smíða magnarann og hljómar hann einstaklega vel. Champ 5F1 er mjög einfaldur magnari sem gott er að byrja á. Hljómurinn er allt frá mjúkum djass tón upp í dásamlegan blús rokk tón. Magnarinn er mun krafmeiri en ég bjóst við, a.m.k. nötrar allt og skelfur þegar hann er settur í botn.
Efniskostnaðurinn var um 40 þús. Ég notaði spenna frá Hammond Mfg. sem ég pantaði í gegnum Miðbæjarradíó og Jensen P8R 8" hátalara sem hefur mikil áhrif á hljómgæðin.
Ég er að hugsa um að endurbyggja magnarann til þess að koma í veg fyrir að lamparnir hiti aðra hluta magnarans. Lamparnir eru neðst í magnaranum og fer hitinn frá þeim beint upp í kassann og lokast þar inni. Ég ætla að reyna að færa lampana ofar og gera loftgat á kassan.
Vona að þetta komi að einhverju gagni.
Leak