Þetta verð sem ég gaf upp (50 þús.) er miðað við allt, sendingarkostnað og vask sem þýðir að maður fær hann á sama verði frá USA. Fyrst að music123.com er að bjóða upp á að fá vöruna senda heim frá USA myndi maður frekar kjósa nýtt hljóðfæri á sama verði heldur en notað. Auðvitað máttu setja hvað sem er á hljóðfærið þitt, er ekkert að dissa það, bara benda á hvað þetta myndi kosta nýtt komið <b>heim</b> frá Bandaríkjunum. Þetta með magnarann er annað mál, það borgar sig ekki að flytja þannig inn, bæði vegna þyngdarinnar á magnaranum (dýr sendingarkostnaður) og auk þess kostar þónokkuð að fá spennubreyti fyrir hann (til þess að breyta spennunni úr 110v í 230v).