Einhvernveginn grunar mig að þú segir þetta bara af því að einhverjir aðrir segja það. Ég leyfi mér að efast um það að þú hafir prófað það mikið af Marshall mögnurum sem eru sambærilegir Line 6 til þess að þú getir fullyrt eitthvað svona.
Line 6 eru fremstir á sviði stafrænnar tækni og eru virtir út um allan heim enda eru þeir oftast nær með mjög góð módel.
Marshall eru fremri Line 6 á því sviði að þeir hafa víðara svið af vörum, þannig að þetta nær til stærri hóps tónlistarmanna. En þess vegna er gallinn sá að maður á erfitt að finna magnara sem maður er sáttur við nema með því að punga út fleiri hundruð þúsundum króna sem fátækur námsmaður hefur ekki.
Þegar ég var að leita að magnara fór ég fyrst í Rín og tekkaði á öllum mögnurunum þar. Ég komst að raun um að enginn þeirra hæfði mér. Ég fór í hljóðfærahúsið og þar tók reyndar miklu betra við. Fender magnarar eru miklu betri og mæli ég frekar með honum heldur en Marshall.
Line 6 er góður kostur því þeir líkja mjög vel eftir hljómburði margra þeirra magnara sem hafa gott orðspor. Ég er t.d. hrifnastur af því hve vel þeim tókst að hanna einn effectinn eins og Recto dualinn. Yndislegt sánd :D :D<br><br><a href="
http://kasmir.hugi.is/Weedy“>Kasmírsíðan mín</a> | <a href=”
http://suicidal-superpuppy.blogspot.com“>Bloggið mitt (plz lesið ;))</a> | <a href=”mailto:demonic_hamster@hotmail.com“>E-mail</a> | <a href=”
http://www.hugi.is/ego/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=Weedy“>Sendu mér skilaboð</a>
♫ <font color=”red">All you need is love </font