Staðreyndin er nú samt að ef gítarleikari er beðinn um að nefna
draumagítar allra gítarleikara, þá eru afgerandi líkur að hann
nefni Gibson Les Paul (Custom)…
Þannig er þetta draumagítarinn (þó auðvitað sé draumagítar hvers
og eins gítarleikara á gefnum tíma sá gítar sem hann langar mest
í á þeim tímapunkti)…
Það er kannski bara rangt að spyrja hvort þetta sé draumagítarinn,
væri kannski réttara að orða þetta þannig að þetta er gítar sem
vekur eftirtekt hvar sem hann fer, og að eiga Gibson Les Paul er
óneitanlega svipað því að geta vippað Rolls Royce út úr bílskúrnum
sínum… :)
Annars myndi ég segja að það sé langt í frá sannleikur að til sé
einn gítar sem hentar öllum gítarleikurum best… Ég á sjálfur
Washburn WMS (U.S. Custom Shop) og ég hef gjörsamlega elskað þann
gítar frá því ég spilað fyrst á hann… Samt er næsti gítar sem
ég fæ mér mjög líklega Ibanez, PGM-30 ef ég finn hann… :)
kveðja,
immerser.