Ég man ekki eftir að hafa prófað Washburn X en ég hef bæði notað Washburn HB 35 og WI 64 DL. Þeir eru báðir rosalega góðir og hafa reynst mér mjög vel. Flestir
Washburn gítarar eru frekar ódýrir miðað við gæði, þannig að þegar maður kaupir Washburn eru það yfirleitt góð kaup. Ef maður kaupir t.d. Fender eða Gibson þá fær maður ekki jafnmikil gæði fyrir hverja krónu, en maður fær þó örugg gæði.
Ég hef bara góða reynslu af washburn og mæli hiklaust með þeim. Hafðu þó í huga að það er svolítill munur á Washburn X gítörunum. X20 er ekkert rosalega svipaður og X50.
Þú getur fundið umsögnir um allskonar gítara og magnara og drasli á www.harmony-central.com/Guitar/
Gangi þér vel.