Ég á Washburn rafmagnsgítar og 60w Behringar magnara með slatta af effectum, en ég er enginn snillingur á þessa effecta og veit lítið um þá. En mér finnst mest af þeim vera echo og solleis dæmi, og því að ég er die-hard Iron Maiden fan og langaði til að læra á gítar útaf þeim, langar mig að láta hljóðið hljóma eins og þeir. Ég geri ráð fyrir því að þá þurfi ég að fikta með effecta og var að velta því fyrir mér hvort einhver gæti ráðlagt mér eitthvað í þeim málum. Ég náði í forrit í tölvuna sem gerir effecta og heitir það <b>Guitar effects box 2.6</b>, sem virkar þannig að ég tengi gítarinn í line-in á hljóðkortinu og síðan úr kortinu í magnarann. En það sem ég vildi vita er hvort einhver veit um betra forrit sem er hægt að breyta hljómnum almennilega þannig maður geti fundið metallica, maiden og fl. hljóminn. Ég myndi meta alla hjálp vel. Takk fyrir og bestu kveðjur<br><br>Sá sem sefur lengi á daginn hefur góða samvisku.
Sá sem sefur lengi á daginn hefur góða samvisku.