Nei, þá var ég svo mikill nörd að ég gerði mér enga grein fyrir því að ég ætti að upplifa þetta. Ég sá hinsvegar Deep Purple,en ég man lítið eftir því. Ég var með hrikalega ljósmyndadellu og á nokkrar myndir sem ég tók af þessu. Svo sá ég líka Procol Harum og það man ég ágætlega.
Það er eiginlega fyrst núna seinustu árin sem ég er að upplifa þetta allt saman. Það hefur algerlega breytt tónlistarupplifun minni að hafa hellt mér í þennan trommuleik. Það hafa allskonar hlutir opnast fyrir mér.
Annars lét ég þetta með hasshausinn bara fylgja með til að gera ykkur ungu mönnunum grein fyrir því að það má hvað sem er eiga sér stað í kring um mig og ég er til í allt (innan skynsamlegra marka).
Málið er, að mig vantar einhverja til að djamma með, og helst eihverja sem geta eitthvað, -helst meira en ég get sjálfur. Ég er búinn að ná töluverðum árangri, en auðvitað er þetta allt svo afstætt. Maður verður sennilega aldrei ánægður. Ég hef verið að djamma töluvert með vini sonar míns, sá spilar ágætlega á gítar, og hann er búinn að vera að reyna að ala mig upp í hörðu rokki. Mér finnst þetta allt vera að koma, en málið er bara að spila mikið og oft.
Kveðja, Bossanova