dd-6 er í raun hyped-up version af dd-3. dd-3 er vinsælasti single stompbox delay allra tíma, og ég nota slíkan. hann er mjög einfaldur, engir brjálaðir fídusar á honum, en venjulegt delay, og slapback echo og tiltölulega löng delay (uppí 800ms)…
dd-6 býður uppá fleiri möguleika eins og reverse delay og fleira, en er samt ekkert mikið meiri snilld heldur en dd-3…
boss dd delayarnir eru allir digital, en þú mættir athuga með analog delaya, eins og gamlir boss dm-2 og dm-3 og svo electro harmonix memory man… þessir effectar eru næstum bara echo (ná ekki nema uppí uþb. 500ms) en þeir sánda betur, ótrúlega hlýtt og náttúrulegt. ég er sjálfur með dd-3 og analog delay sem heitir dixon. málið með analog er það er eiginlega alveg hætt að framleiða svoleiðis, þeir eru mjög dýrir og sjaldgæfir…
en síðan minntist einhver á line6 dl-4 delay modeler. þetta er dáldið dýr græja, (33.000kall) en hún er algjör öskrandi snilld. allur fjandinn inní þessu, en þetta sándar samt ekkert zoom digital ógeð eða eitthvað. sándar mjög vel og með endalaust af möguleikum… ég stefni á einn slíkan þegar ég á pening…
en að distortion effectum, þá er big muff og rat ótrúlega gott combo… big muff færir þér þykkt og djúsí sánd, en rattinn er hrárri og hærri og rífur dáldið meira… sjálfur er ég með big muff usa, turborat og síðan fabtone frá danelectro sem er bara brjálæðasti distortion effect í heimi, ég samt mæli með að þeir sem hafa áhuga á honum nálgist hann með varkárni ;)
en ef þú hefur áhuga á öðru þá mæli ég með í modulation effecta málum (phaser, chorus, flanger o.sv.frv) þá mæli ég með electro harmonix og gömlum ibanez effectum t.d. boss modulation effectar eru ekki mjög góðir að mínu viti…
<br><br><a href="
http://www.geocities.com/chasey85/myrig.htm">ástin í lífinu mínu</a