já………ok. Formagnari (pre-amp) er bara tæki sem ákvarðar (þ.e.a.s. stillir) styrkmagn hljóðgjafa (t.d. gítar, míkrafónn) í t.a.m. kraftmagnara (power-amp) eða álíka. Flestallir gítarmagnarar eru með pre-amp sem fer í power-amp og þaðan í hátalara. Þetta er skítaútskýring hjá mér (finnst erfitt að útskýra þetta, nóg að skilja þetta ;)!) en kannski þetta gefur þér smá hugmynd. Formagnari getur verið “input” græja með “dB” stilli (gain), XLR tengi fyrir Mic, Line fyrir t.d. gítar, bassa, EQ og output fyrir power-amp eða sambærilegt. Hvernig formagnara ertu annars að pæla í? Mixerar eru t.a.m. í rauninni ekkert annað er margir formagnarar í einni græju.