Ég fór á fimmtudag í þarsíðustu viku út í Tónabúð að setja gítarinn minn í umboðssölu, reyndar pikkaði ég hann upp daginn eftir til að laga svolítið og setti hann aftur þangað á laugardag í sömu viku. Ég fer nú að undrast að hann seljist ekki og vona að ég hafi ekki sett of hátt verð á hann og fer nú á laugardag til að lækka verðið.. Neinei, er hann ekki bara búinn að seljast tveimur vikum áður, þ.e. laugardaginn sem ég skilaði honum aftur inn en þeir höfðu ekki haft samband við mig.
Þá fékk ég bara peninginn og svona ekkert mál, en hinsvegar er ég ánægður með það hvað hann seldist fljótt, en hinsvegar óánægður að það var ekkert haft samband.<br><br>Bara bull, bara lag…
(\_/)