Nú er Iron Maiden vínylplötusafnið mitt búið að vera óhreyft í nokkur ár sökum þess að ást mín (sem var gígantísk) á Maiden hefur farið dvínandi. Ég var harður Iron Maiden fan á yngri árum og mér þykir ákaflega vænt um að sjá hversu fárnálega vinsælir þeir eru orðnir aftur í dag. Ef einhver treystir sér í þykja vænna um safnið mitt en mér er það til sölu og er í góðu (ekki mint, en ekkert rispað né rifið) ástandi.
Vínyllinn:

Iron Maiden
Killers
Maiden Japan; Heavy Metal Army
Number of the Beast
Piece of Mind (Gatefold)
Poweslave
Live after Death (Gatefold)
Somewhere in Time
Seventh Son Of A Seventh Son
Clairvoyant (smáskífa)
No Prayer For The Dying


Up the Irons.