Ég spila á gítar og mig langar að prófa að gera upptökur í tölvunni. Hvort er betra að fá sér snúru með MIDI tengi og tengja bítarinn beint við tölvuna eða að nota mic og taka upp svoleiðis?
Hvaða forrit eru síðan hentug í þetta? Gæti ég notað ACID 4.0?
Ef ég fengi mér MIDI snúru, verð ég þá að tengja gítarinn beint í tölvuna, eða get ég tengt hann fyrst í magnarann og tengt síðan magnarann í tölvuna? Ég spila nefninlega bara metal/þungarokk og ég fengi náttúrulega bara clean soundið ef gítarinn færi beint í tölvuna. Ég veit að það er hægt að nota forrit til að bæta effektum við, en það er bara ekki sami fílingurinn :).
Ég er með 50W Marshall magnara og tengin framan á honum eru FX Send, FX Return og Line Out.
Öll hjálp er vel þegin :)
ps. lengsti korkur sem ég hef nokkurn tímann skrifað…<br><br>“Stundum þarf maður að pissa, stundum þarf maður að pissa meir.”