Kæri vinur, þú mátt senda þetta ALLT saman inn sem grein, og ég
skal m.a.s. hjálpa þér að skrifa hana!
Þú mættir jafnvel bæta við hvernig lækkaða fimmundin
(tónskrattinn) er aðaluppistaðan í blús og kölluð “blá” nóta.
Hún hljómar að sjálfögðu gullfallega, og alls ekki verra en tví-
undin (eða sjöundin).
En segðu mér eitt: veistu hvort dúr-sjöundir eru leyfðar í
klassík? Þær innihalda nefnilega hina “djöfullegu” lækkuðu
fimmund. {C, E, (G), Bb} = C7, og {E, Bb} er þá tónskrattinn.
Með “(undir) leiðsögutón”, ertu að meina “leading” tone?
“leading” nótan er nefnilega major sjöundin, svo kölluð vegna
þess að hún er yfirleitt spiluð á undan grunnnótunni, því það
hljómar svo eðlilegt að fara frá henni upp á grunntóninn.
Í 2-5-1 sambandi er t.d. þríundin í 5-hljómnum “leading”-nótan
fyrir 1-hljóminn. Sbr, Dm-G7-C. “B” í G7 leiðir upp í C og
hljómar alveg mjög fallega. Þess vegna er líka B í C-dúr. Og
þess vegna er laghæfi mollinn LÍKA með maj7 á leiðinni upp.
Nóg um það.
En venjulegi dúrinn inniheldur líka þrítón (lækkaða fimmund),
á milli 4. og 7. nótu, enda er lýdíski skalinn bara afbrigði
af honum. Það er vel hægt að spila lýdiska skalann yfir venju-
legan dúr hljóm án þess að það hljómi “illa” - það bara hljómar
öðruvísi en við eigum að venjast.
Og já, í sambandi við að ekkert sé hægt að sanna í hljómfræði,
þá er ég ekki alveg sammála þér þar. Ef málið er kannað kemur í
ljós að hljómfræðin er byggð á stærðfræðilegum tengslum tóna.
Ég held þú hefðir gaman að þessu:
http://www.wikipedia.org/wiki/Musical_tuningen við erum víst komnir heilli ellefund út fyrir upphaflegu
spurninguna!
<br><br>
“I'll knock your socks!”