cubase er helvíti fínt skilst mér, en ég hef ekki notað það…
ég mæli með forriti sem heitir vegas pro audio. það er mjög einfalt, engin aukahljóð, og ef þú kannt á sound forge þá geturðu notað það með (sama fyrirtæki (sonic foundry)). annars eru líka einhverjir innbyggðir effektar (þú getur notað directX plugin í þessu forriti).
ég tók upp heilan disk með þessu forriti með frekar slöppu hljóðkorti, drasl-karókímæk og kassagítar (var ekki einu sinni með míkrófónstand, þurfti að festa mækinn við myndavélaþrífót til að taka upp gítarinn), og það er nánast stúdíó kvalítet á disknum.
þannig að ég mæli með því forriti. ekki spillir heldur fyrir að ef þig langar að búa til myndband er bæði einhver lágmarks videofunction í forritinu, plús það að það á systur forrit sem heitir vegas pro video, sem er ótrúlega sniðugt (það litla sem ég hef prófað af því)…
tékkaðu á því!<br><br>——
<b>Veftímaritið Ónan</b>
<a href="
http://www.onanis.tk">
http://www.onanis.tk</a>
<a href=“mailto:eyvindur@onanis.tk”>eyvindur@onanis.tk</a>
<b>misery loves company</b>
<i>ókey, við hljómum eins og tom waits, get over yourself!</i>
<a href="
http://www.miserylovescompany.tk">
http://www.miserylovescompany.tk</a>
<a href=“mailto:mlc@miserylovescompany.tk”>mlc@miserylovescompany.tk</a