Ég þarf að kaupa mér gítarmagnara. Er hrifin af Marshall en ég hef bara átt litla og einsog stendur spila ég í gegnum
gítar -> effekt -> mixer m/magnara -> JBL ION m/magnara
Stefni á að kaupa mér stæðu, þ.e. haus og box eða hvað sem það kallast. Reynar var ég að spila á magnaðan Line6 magnara með haus, boxi og tvem botnum sem hljómaði fáránlega vel en samt sem áður stefni ég á marshall. Svo er málið að RÍN fá ekki box fyrr en í október var mér tjáð, það væri um 3 mán afgreiðslufrestur á þessu, fárlanlegt. Þeir eru með einhverja eina nýju stæðu, ekki ódýra að sjálfsögðu, svo voru þeir að fá eitthvað notað 3 ára box sem á að sounda gott betur en það nýja, á að virka vel en er eitthvað skemmdur útlitslega sem er bara í lagi.
En bottom-lineið er. hver er ykkar reynsla af mögnurum, hverjir finnst ykkur vera kostirnir við að hafa magnaran og boxið í sitthvoru lagi og með hverju mæliði með ?? ?