sko þannig standa málin ég er að fara að fá rafmagnsgítar í lok mánaðarins og vildi spyrja um tvent… fyrri spurningin, ég á ekki mikinn pening til að kaupa magnara fyrir gítarinn, mun hins vegar kaupa magnara seinna en ég var að pæla hvort það sé hægt að stinga heyrnatólum í samband við gítarinn (og ef svo er þarf þá eitthvað sérstakt stykki eða sérstök heyrnatól?) eða er kannski hægt að tengja við tölvu á einhvern hátt?? seinni spurningin er að ég hef ekki mikið vit á gíturum og var að spá hvort einhver gæti sagt mér hvernig gítararnir frá epiphone eru að standa sig, ég hef heyrt að gítararnir frá þeim væru mjög mismunandi, sem sagt maður gæti lent á slæmu eintaki, er það satt?? ég er byrjandi á rafgítar en hef spilað í aðeins meir en hálft ár á kassagítar !!

vona innilega að ég fái einhverja hjálp :)

kv. Ebe