Að leyna á sér
Sumir tala lítið um hæfileika sína, þannig að aðrir vita ekkert af þeim. Kærastinn minn kom mér skemmtilega á óvart. Hann spilar mjög vel á klassískan gítar en er hógvær og lítur út fyrir að vita ekki hvað hann er góður að spila, en veit það samt…talar bara alls ekkert um það…og kannski eru flestir tónlistarmenn þannig, en þetta er tómstundargaman hans. En eitt kvöldið kemur hann mikið og skemmtilega á óvart!!! Við heimsækjum ömmu og afa sem eiga píanó og hann fer að spila alveg fullt af lögum án nótna. Hann hefur þessi gen í sér að geta spila það sem hann vill með undirspili og öllu. En nú vil ég spyrja…eru fleiri hér svona hógværir? Því ef ég gæti þetta fnegi ég mér strax píanó og spilaði öll lög, því þetta vil ég geta!!!! Ég get spilað laglínur, ne ekki haft tilfinningu fyrir undirspilinu! Honum var mikið fagnað fyrir þetta kvöld:D en hann lét sem ekkert væri.